Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1904117

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 112. fundur - 15.05.2019

Óskað er eftir heimild til að reisa 60m2 (6x10) stálgrindahús með risþaki á steyptum grunni norðan íbúðarhússins að Lágafelli 4. Hæð í mæni áætluð ca 4,5 m. Teikning kemur í viðhengi af samskonar húsi, óstaðsettu á lóð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að framkvæmdin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin bendir á að til að hægt sé að grenndarkynna þarf staðsetning húsnæðis að vera fast ákveðin og liggja fyrir í þeim gögnum sem send verða út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.