Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

59. fundur 03. október 2016 kl. 13:00 - 15:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Kristín María Björnsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir aðalmaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Landsfundur Jafnréttisnefnda 2016

Málsnúmer 201609106Vakta málsnúmer

Kristín formaður fór yfir það helsta sem kom fram á landsfundi jafnréttisnefnda sem haldinn var á Akureyri 16 september og hún sótti ásamt starfsmanni nefndarinnar.
Þar var meðal annars nokkuð fjallað um kynjaða áætlunargerð hjá sveitarfélögum, en það er hlutur sem sveitarstjórnum ber að hafa í huga við gerð fjárhagsáætlana.
Einnig var rætt um kynjafræðikennslu í skólum og nauðsyn þess að styðja við kennara í þeirra umfjöllun og kennslu.
Jafnréttisnefnd beinir því til fræðslunefndar að á sameiginlegum fræðsludegi skólanna verði fenginn fyrirlesari sem fjalli um kynjafræði og kennslu í henni á leik- og grunnskólastigi. Má þar benda á Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, sem er starfandi kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla.

Fram kom hjá Kristínu að hún teldi líka mjög mikilvægt að fulltrúar jafnréttisnefndar gætu mætt á landsfundina og að áætlað væri fyrir þeim kostnaði sem af því hlýst í fjárhagsáætlun jafnréttisnefnda.

2.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

Málsnúmer 201606004Vakta málsnúmer

Farið yfir þau atriði sem eru á framkvæmdaáætlun ársins í jafnréttismálum. Kallað hefur verið eftir jafnréttisáætlun frá grunn- og leikskólum Fljótsdalshéraðs og hafa þær borist nefndinni. Fenginn var listi frá launafulltrúa yfir kynja- og aldursskiptingu starfsmanna Fljótsdalshéraðs, til að sjá hvernig staðan er hjá sveitarfélaginu. Eins og áður hefur komið fram eru um það bil 80% starfsmanna sveitarfélagsins konur.
Jafnréttisnefnd telur áhugavert að slíkar upplýsingar verði birtar í árskýrslu sveitarfélagsins, ásamt upplýsingu um aldursdreifingu íbúa og kynjaskiptingu þeirra.
Fram kom að áhersla var lögð á við stjórnendur að í starfsauglýsingum sveitarfélagsins væru umsækjendur af báðum kynjum hvattir til að sækja um þau störf sem auglýst eru. Fundarmenn fögnuðu því að þetta var gert nú nýverið þegar umhverfissvið auglýsti tvö störf.

Jafnréttisnefnd leggur til að fyrirhugaður fræðsludagur fyrir stjórnendur og kjörna fulltrúa verði haldinn nú í október. Þangað verði fengnir starfsmenn Jafnréttisstofu til að fara yfir ýmis mál sem tengjast þeirra starfsemi og snerta jafnréttismál sveitarfélaga. Mögulega mætti skipuleggja slíkan fund í tengslum við forstöðumannafund sveitarfélagsins.

3.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2017 og tillaga samþykkt.
Reiknað með að halda einn fund í nefndinni fyrir lok ársins, til að fara betur yfir framkvæmd jafnréttisáætlunar.

Fundi slitið - kl. 15:30.