Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

250. fundur 30. maí 2017 kl. 17:00 - 20:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Nanna Hjálmþórsdóttir mættu á fundinn undir liðum 1-5. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Elínborg Valsdóttir og Helena Rós Einarsdóttir mættu á fundinn undir liðum 3-5. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Drífa Sigurðardóttir og Berglind Halldórsdóttir mættu á fundinn undir liðum 4-6. Skólastjórnendur mættu á fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnun sérstaklega.

1.Tjarnarskógur - skóladagatal 2017-2018

201705194

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Tjarnarskógar 2017-2018. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Hádegishöfði - skóladagatal 2017-2018

201705193

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Hádegishöfða 2017-2018. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Málefni Skólamötuneytis

201412027

Lögð fram drög af stefnu skólamötuneytisins. Fræðslustjóra falið að senda drögin til umsagnar hjá þeim stofnunum sem fá máltíðir frá mötuneytinu. Stefnan kemur síðan til endanlegrar afgreiðslu í nefndinni. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018

201705036

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti hækkun á tónlistargjöldum frá og með skólaárinu 2017-2018 um 5%. Gert er ráð fyrir 50% álagi á skólagjöld fyrir fullorðna nemendur.

Erindi frá foreldraráði leikskólanna um tengingu systkinaafsláttar milli leikskóla og skólafrístundar vísað til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar í haust.

Fjárhagsáætlun fræðslusviðs að öðru leyti vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Framkvæmdir á fræðslusviði 2018

201705037

Lagt fram yfirlit yfir þær framkvæmdir á fræðslusviði sem óskað er eftir að verði teknar til skoðunar. Yfirlitið fylgir fjárhagsáætlun nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Tónlistarskólinn í Fellabæ - skóladagatal 2017-2018

201705195

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Tónlistarskólans í Fellabæ skólaárið 2017-2018. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalfundur SSA 2017

201705045

Afgreiðslu frestað.

8.Skýrsla fræðslustjóra

201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:30.