Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

186. fundur 27. maí 2013 kl. 16:00 - 17:20 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Páll Sigvaldason varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Jón Ingi Arngrímsson skólastjóri
  • Drífa Sigurðardóttir skólastjóri
  • Daníel Arason skólastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Skólastjórar tónlistarskólanna mættu á fund nefndarinnar og fylgdu eftir þeim liðum sem sneru að þeirra skóla sérstaklega.

1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum/starfsemi skólaárin 2012-2013 og 2013-2014

Málsnúmer 201305144Vakta málsnúmer

Daníel Arason, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, gerði grein fyrir starfsemi skólans á skólaárinu 2012-2013 sem er fyrsta starfsár skólans í húsnæði Egilsstaðaskóla. 118 nemendur stunduðu nám við skólann í vetur, þar af 18 í deildinni á Hallormsstað. 7 kennarar auk skólastjóra sáu um kennslu við skólann í vetur í 5,87 stöðugildum. 2 nemendur frá skólanum náðu með atriði sitt á lokakeppni Nótunnar í Hörpu og þar fengu viðkomandi nemendur verðlaun í sínum flokki. 12 nemendur luku áfangaprófum við skólann í vor, þar af lauk einn nemandi framhaldsnámi í hljóðfæraleik.
Ráðinn hefur verið tréblásturskennari frá næsta skólaári. Aðrar breytingar eru fyrst og fremst innbyrðis breytingar á stöðugildum núverandi kennara við skólann. Miðað við umsóknir má búast við að nemendum fjölgi heldur á næstu skólaári.

2.Tónlistarskólinn í Fellabæ/starfsemi skólaárin 2012-2013 og 2013-2014

Málsnúmer 201305145Vakta málsnúmer

Drífa Sigurðardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ, gerði grein fyrir starfsemi skólans á skólaárinu 2012-2013. 80-90 nemendur voru við nám við skólann í vetur og með skólastjóra sinntu 8 kennarar kennslu við skólann í rúmlega 3 stöðugildum. 2 nemendur luku áfangaprófum við skólann í vor. Nánast öll kennsla fer fram á skólatíma grunnskólans eða í beinu framhaldi af honum. Áætlanir gera ráð fyrir nokkuð svipuðu umfangi starfseminnar á næsta skólaári.

3.Tónlistarskólinn í Brúarási/starfsemi skólaárin 2012-2013 og 2013-2014

Málsnúmer 201305146Vakta málsnúmer

Jón Arngrímsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Brúarási, gerði grein fyrir starfsemi skólans á skólaárinu 2012-2013. Fjölmargir viðburðir voru árinu, m.a. fóru nemendur með tónlistaratriði sem skemmtiatriði í Legokeppnina og lentu þar í öðru sæti í samkeppni um skemmtiatriði. Öll tónlist í árshátíðarverki skólans voru frumsamin í ár. Vinsælustu hljóðfærin á skólaárinu voru trommur og bassi. Alls voru 27 nemendur innritaðir við skólann á árinu og heldur lítur út fyrir fjölgun á næsta skólaári. 4 kennarar með skólastjóra komu að kennslu við skólann á skólaárinu í um það bil 1,7 stöðugildum.

Fundi slitið - kl. 17:20.