Félagsmálanefnd

158. fundur 17. október 2017 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Ása Sigurðardóttir var með í gegnum síma.
Aðalheiður Árnardóttir starfsmaður nefndarinnar sat fundinn undir þessum lið.

1.Barnaverndarmál

1608019

Bókun samkvæmt niðurstöðu fundar.
Aðalheiður Árnardóttir starfsmaður nefndarinnar sat fundinn undir þessum lið.

2.Barnaverndarmál

1608018

Bókun samkvæmt niðurstöðu fundar.
Helga Þórarinsdóttir sat fundinn undir þessum lið og kynnti áætlun.

3.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2018

201710052

Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018 lögð fram til umfjöllunar. Nefndin fer fram á aukningu á fjárhagsramma upp á 3.153.000,- kr. vegna fyrirsjáanlegrar aukningar í barnavernd.

4.Bókun Notendaráðs Austurlands

201710057

Bókun notendaráðs lögð fram til kynningar.

5.Sænska módelið, tilraunaverkefni

201710059

Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með hugmyndir um útfærslu á sænsku leiðinni, sem felur í sér aukna þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Nefndin leggur til að aðferðin verði tekin í gagnið í sveitarfélögunum sem standa að Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Enn fremur að farið verði af stað með tilraunaverkefnið til tveggja ára. Nefndin telur þörfina vera fyrir hendi og hefur trú á að verkefnið geti skilað betri þjónustu og bætt nýtingu á fjármunum og öðrum úrræðum ólíkra stofnana sveitarfélaganna.

Nefndin felur félagsmálastjóra að kynna málið fyrir aðildarsveitarfélögunum og í framhaldinu verði fjallað um verkefnið samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2018.

Fundi slitið - kl. 14:30.