Félagsmálanefnd

125. fundur 05. mars 2014 kl. 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Jafnréttisáætlun 2013

201306100

Uppfærð jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs var samþykkt á fundi nefndarinnar 28. október 2013. Nefndin óskar eftir því að áætlunin verði tekin til umræðu í öðrum nefndum og stofnunum sveitarfélagsins.

2.Samanburður á húsaleigubótum milli áranna 2012 og 2013

201402185

Samanburður á húsaleigubótum á Fljótsdalshéraði, milli áranna 2012 og 2013, kynntur nefndinni. Þar kemu fram að heildarupphæð greiddra húsaleigubóta á árinu 2013 hækkaði um kr. 4.331.926 á milli ára. Hækkunina má fyrst og fremst rekja til fleiri umsókna fólks í almennum leiguíbúðum. Félagsmálastjóra er falið að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá aðildarsveitarfélögunum.

3.Reglur um NPA 2014

201402190

Nefndin samþykkir drög að breytingum á gildandi reglum félagsmálanefndar um notendastýrða persónulega aðstoð.

4.Launaáætlun Félagsþjónustunnar f.janúar og febrúar 2014

201402192

Launaáætlun Félagsþjónustunnar fyrir janúar og febrúar 2014, lögð fram til kynningar.

5.Samantekt vinnuhóps vegna stoðþjónustu í skólum sveitarfélagsins

201402186

Samantekt vinnuhóps vegna stoðþjónustu í skólum á Fljótsdalshéraði kynnt nefndinni.

6.Beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni

201309115

Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fjárhagslegan styrk vegna sumar og helgardvala fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mofellsbæ og sumardvöl Foreldra og styrktarfélags Klettaskóla á Stokkseyri tekin fyrir að nýju. Ofangreindri beiðni var synjað á fundi nefndarinnar 28. október sl. Nefndinni hefur borist nýtt erindi þar sem gerð er athugasemd við fyrri afgreiðslu og þess farið á leit að hún verði endurskoðuð. Erindinu er synjað þar sem forsendur hafa ekki breyst.

7.Reglur um félagslegt húsnæði 2014

201402188

Nefndin samþykkir drög að breytingum á gildandi reglum félagsmálanefndar um félagslegt húsnæði.

8.Skil á samtölublaði fyrir árið 2013

201401124

Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga árið 2013 lagt fram til kynningar.

9.Yfirlit yfir rekstraráætlun 2013

201401119

Yfirlit yfir rekstrarniðurstöðu Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 lögð fram til kynningar. Þar kemur fram að hún er þremur prósentum lægri en samþykkt áætlun.

Fundi slitið.