Félagsmálanefnd

123. fundur 16. desember 2013 kl. 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1305174Vakta málsnúmer

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

2.Kvörtun til persónuverndar

Málsnúmer 201311149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. nóvember sl.frá Persónuvernd til Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lagt fram til kynningar. Einnig er svar félagsmálastjóra til Persónuverndar, dagsett 5. desember sl. kynnt nefndinni.

3.Gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna

Málsnúmer 201210064Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir drög að breyttri gjaldskrá fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn. Breyting á gjaldskránni miðar við hækkun launa á almennum vinnumarkaði og tekur gildi frá 1. janúar 2014.

4.Gjaldskrá ferðaþjónustu 2014

Málsnúmer 201312003Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir drög að breyttri gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Ekki er um að ræða hækkun á því gjaldi sem fólk greiðir fyrir akstur. Viðmiðunartaxti FÍB sem notaður er við gerð þjónustusamninga sveitarfélagsins vegna aksturs fatlaðs fólks í dreifbýli er uppfærður skv. taxta FÍB. Hlutur sveitarfélagsins eykst úr kr. 69 í kr. 71 pr. kílómeter. Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2014.

5.Framfærslustyrkir árið 2014

Málsnúmer 201312048Vakta málsnúmer

Drög að hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2014 lagt fram til umfjöllunar. Nefndin samþykkir að hækkun sem nemur vísitölu neysluverðs í desember 2013, úr kr. 144.508. fyrir einstakling á mánuði í kr. 149.725. Fyrir hjón / sambýlisfólk hækkar upphæðin úr kr. 231.212. á mánuði í kr. 239.560. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2014.

6.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310133Vakta málsnúmer

Beiðni Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2014 er synjað.

7.SÁÁ, styrkbeiðni og boð um fjölskyldumeðferð /námskeið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201311137Vakta málsnúmer

Beiðni SÁÁ um fjárhagslegan styrk er synjað. Einnig er því hafnað að leggja fjármagn í fjölskyldumeðferðarnámskeið á vegum SÁÁ.

Fundi slitið.