Félagsmálanefnd

128. fundur 09. júlí 2014 kl. 12:00 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Fyrirkomulag funda og fundartímar Félagsmálanefndar

201407062

Fyrirkomulag nýskipaðrar félagsmálanefndar verður með þeim hætti að fundað verður að jafnaði með ca fjögurra vikna millibili. Fundartími verður á miðvikudögum kl. 12.00. Félagsmálastjóri gerir tillögur að dagsetningum og sendir til fundarmanna.

2.Kynning á Félagsþjónustu

201407055

Félagsmálastjóri kynnti umfang og eðli félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

3.Undirritaður samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli samstarfssveitarfélaga

201103179

Samningur um sameiginlega félagsmála-og barnaverndarnefnd lagður fram til kynningar.

4.Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði Austurlands um þjónustu við fatlað fólk

201211117

Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði Austurlands um þjónustu við fatlað fólk lagður fram til kynningar.

5.Stefna félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs/ Fjarðabyggðar

201110029

Sameiginleg stefna félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og Fjarðarbyggðar lögð fram til kynningar.

6.Starfsáætlun Félagsþjónustu 2014

201401126

Árs- og starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2014 lögð fram til kynningar.

7.Yfirlit yfir launagreiðslur janúar-maí 2014

201407061

Yfirlit yfir launagreiðslur fyrir tímabilið janúar til júní 2014 lagt fram til kynningar.

8.Kæra til úrskurðarnefndar félagsþjónustu

201403040

Úrskurður kærunefndar félagsþjónustu og húsnæðismála dagsettur 4. júní 2014 lagður fram til kynningar.

9.Barnaverndarmál

201403182

Bókun samkvæmt niðurstöðu í málinu.

Fundi slitið - kl. 15:00.