Félagsmálanefnd

119. fundur 19. ágúst 2013 kl. 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Þjónusta við hælisleitendur.

Málsnúmer 201307042Vakta málsnúmer

Erindi frá bæjarráði sem borist hefur frá Innanríkisráðuneytinu tekið fyrir þar sem leitað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til samstarfs um þjónustu við hælisleitendur. Félagsmálanefnd tekur jákvætt í erindið og hvetur til þess að málið verði tekið til umfjöllunar hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.

2.Umræður við starfsfólk Barnaverndarstofu um framkvæmd barnaverndarmála

Málsnúmer 201308043Vakta málsnúmer

Á fund félagsmálanefndar mættu þrír starfsmenn Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, forstjóri, Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur og Páll Ólafsson, verkefnastjóri. Á fundinum var rætt um starfsskilyrði, verkefni og úrræði nefndarinnar.

Fundi slitið.