Félagsmálanefnd

137. fundur 26. ágúst 2015 kl. 12:30 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Barnaverndarmál

1505104

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

2.Barnaverndarmál

1406107

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

3.leyfi sem vistforeldri

201508062

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

4.Árs og starfsáætlun Miðvangs 2015

201506166

Drög að árs- og starfsáætlun íbúðarkjarnans í Miðvangi fyrir árið 2015 lögð fram og samþykkt.

5.Áætlun um uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði

201405070

Endurskoðuð áætlun frá apríl 2014 um uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði lögð fram til kynningar. Nefndin leggur áherslu á að áfram verði leitað lausna á húsnæðisúrræðum fyrir ungt fatlað fólk.

6.Yfirlit yfir laun Félagsþjónustu 2015

201504089

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu sjö mánuði ársins lagt fram til kynningar. Uppreiknuð frávik launa í árslok eru kr. 8.136.920, þar af nema frávik vegna leiðréttingar starfsmats kr. 6.886.813. Félagsmálastjóra er falið að kanna á hvern hátt Jöfnunarsjóður hyggst mæta auknum launakostnaði árið 2015 vegna starfsmatsins í málefnum fatlaðs fólks.

7.Umræða um rekstraráætlun 2016

201508081

Rekstraráætlun ársins 2016 tekin til umræðu.

8.Kynning á notkun ESTER matslista í barnaverndarmálum.

201508082

Félagsmálastjóri kynnir notkun á ESTER skimunar og matslistum í barnaverndarmálum, en Barnaverndarstofa hefur nýverið hafið námskeið fyrir barnaverndarstarfsmenn á nýju verklagi sem verður tilraunaverkefni um allt land til ársins 2017. Tilgangur ESTER mats er að vera samræmdur og gagnreyndur stuðningur ákvarðanatöku fagfólks við val á og úrræðum sem koma barninu og fjölskyldu þess til hjálpar.

Fundi slitið - kl. 16:00.