Félagsmálanefnd

176. fundur 21. október 2019 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Arna Magnúsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Sigrún Blöndal varamaður
  • Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2020

Málsnúmer 201909105Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með ósk um viðbót er varðar barnavernd 0203. Þörf er á auka stöðugildi í barnavernd vegna aukins álags og þunga í vinnslu barnaverndarmála. Félagsmálastjóri er tilbúinn til þess að mæta fyrir bæjarráð til að rökstyðja mál nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

2.Umsókn um fjárstuðning

Málsnúmer 201910054Vakta málsnúmer

Móttekin er beiðni Bergsins, Headspace um styrk að upphæð 350.000,- kr. til starfsemi Bergsins, þar sem jafnramt er gefinn kostur á því að starfsmaður Bergsins komi austur og kynni starfsemina fyrir ungmennum svæðisins. Samþykkt er að styrkja Bergið, Headspace um 100.000,- kr. af lið 0281 auk þess að greiða fyrir flugmiða starfsmanns Bergsins er kemur austur. Félagsmálanefnd vill beina því til Ungmennaráðs að standa að kynningu á starfsemi og þjónustu Bergsins í samráði við félagsmálastjóra og stjórnendur Bergsins Headspace.

3.Umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög.

Málsnúmer 201910129Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

Málsnúmer 201910074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Málavog í vinnslu barnaverndarmála - beiðni um samstarf

Málsnúmer 201906024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar helstu málefni félagsþjónustu frá síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 14:30.