Félagsmálanefnd

168. fundur 23. október 2018 kl. 13:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Gyða Dröfn Hjaltadóttir aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Helga Þórarinsdóttir mætti fyrir nefndina undir þessum lið og kynnti fjárhagsáætlun.

1.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2019

201810136

Félagsmálanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Nefndin bendir á að áætlun tekur ekki mið af mögulegum kostnaðarauka vegna lagabreytinga frá 1. október s.l. er varða málefni félagsþjónustu og málefni fatlaðra.
Samþykkt samhljóða.

2.Starfsáætlun Búsetu 2019

201810117

Félagsmálanefnd samþykkir framlögð drög að starfsáætlun búsetu.
Samþykkt samhljóða.

3.Starfsáætlun Hlymsdala 2019

201810122

Félagsmálanefnd samþykkir framlögð drög að starfsáætlun Hlymsdala.
Samþykkt samhljóða.

4.Starfsáætlun Ásheima 2019

201810138

Félagsmálanefnd samþykkir framlögð drög að starfsáætlun Ásheima.
Samþykkt samhljóða.

5.Starfsáætlun Stólpa 2019

201810139

Félagsmálanefnd samþykkir framlögð drög að starfsáætlun Stólpa.
Samþykkt samhljóða.

6.Starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2019

201810135

Kynning á drögum að starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Frestað til næsta fundar.

7.Aðalfundur SSA 2018

201806160

Farið yfir ályktanir SSA. Í vinnslu.

8.Samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd

201611048

Í vinnslu.

9.Samstarfssamningur Fljótsdalshéraðs og Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði

201803113

Í vinnslu.

10.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2019

201810100

Félagsmálastjóra falið að afla frekari upplýsinga.

11.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019

201810036

Móttekin er beiðni Samtaka um kvennaathvarf um styrk fyrir starfsárið 2019. Samþykkt er að veita samtökunum styrk að upphæð 100.000,- kr. fyrir starfsárið 2019 sem færist af lið 0263 á fjárhagsári 2018.
Samþykkt samhljóða.

12.Skýrsla Félagsmálastjóra

201712031

Félagsmálastjóri reifar málefni félagsþjónustunnar síðastliðnar vikur.

Fundi slitið - kl. 17:30.