Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

253. fundur 15. mars 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir forseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson aðalmaður
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
 • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2017

201701152

Gunnar Jónsson kynnti starfsáætlun bæjarráðs 2017 og fór yfir ýmis mál sem heyra undir málaflokk 21, Sameiginlegir liðir.

2.Ársreikningur 2016

201703043

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016, ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu.
Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson og Árni Kristinsson.

Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur í Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi og drögum að endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs 2016 til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 376

1702024F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 3.10 og 3.8. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.10. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.10. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.10. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.10. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi liði 3.7 og 3.10 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.7 og 3.10.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • 3.2 201701003 Fjármál 2017
  Bókun fundar Bæjarstjóri kynnti uppsagnarbréf frá Vífli Björnssyni skipulags- og byggingarfulltrúa. Starfið hefur þegar verið auglýst.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Vífli eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitafélagsins og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi þegar hann lætur af störfum hér.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð bæjarstjórnar.
 • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
 • Bókun fundar Málið er í vinnslu.
 • 3.7 201702061 Ungt Austurland.
  Bókun fundar Lögð fram beiðni um stuðning vegna ráðstefnu félagsins sem haldin verður nú í apríl og til rekstrar félagsins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita 300.000 kr. styrk til ráðstefnunnar sem tekinn verði af lið 21500. Jafnframt samþykkt að ræða áfram við samtökin um mögulega aðkomu að rekstri þeirra með reglubundnum hætti.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram minnisblað frá fundi HSA með sveitarstjórum á Austurlandi 23.02.sl.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á að fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunnar Austurlands taki mið af fjárþörf stofnunarinnar, svo ekki þurfi að koma til þjónustuskerðingar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í bæjarráði voru ræddar nýjustu upplýsingar um fjárveitingar vegna samgönguáætlunar 2015-2018, sem samþykkt var á nýliðnu hausti.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur það óásættanlegt að ekki sé staðið við nýsamþykkta samgönguáætlun.
  Þau verkefni sem þar er að finna eru sannanlega engin gæluverkefni heldur bráðnauðsynleg úrbótaverkefni á samgöngukerfi sem komið er að fótum fram.

  Augljóst er að fjárveitingar til samgöngumála þurfa að minnsta kosti að vera 1,5% af vergri þjóðarframleiðslu, til að hægt sé að viðhalda og byggja upp samgöngukerfið eins og þörf er á.

  Bæjarstjórn krefst þess að þingmenn kjördæmisins gangi þannig til verks að hægt verði að fara í nauðsynlegar og samþykktar samgönguframkvæmdir á Austurlandi á þessu ári og því næsta.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 377

1703006F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.4

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 378

1703010F

Fundargerðin lögð fram.

6.Atvinnu- og menningarnefnd - 49

1703001F

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Í vinnslu
 • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar 2017, frá Þórarni Lárussyni þar sem óskað er eftir málafylgju við hugmyndir um þurrkun og vinnslu á hráefni úr landbúnaði, s.s. heyi, byggi, hálmi og skógvið í húsnæði Haustaks. Á fundi atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mætti Þórarinn Lárusson.
  Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20. febrúar 2017.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að starfsmaður nefndarinnar setji sig í samband við eigendur húsnæðisins og kanni grundvöll fyrir því að fyrirhuguð starfsemi geti orðið í húsnæðinu og á hvaða forsendum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur bréf dagsett 19. febrúar 2017, frá Tengslaneti austfirskra kvenna, með beiðni um styrk til að halda ráðstefnuna Auður Austurlands.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 1389.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Málið er í vinnslu.
 • Bókun fundar Til kynningar.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 65

1703003F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.5 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 7,5.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Staða atvinnulóða í Fellabæ var lögð fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd til umræðu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  Jafnframt er óskað eftir því að fyrir næsta fund nefndarinnar verði lögð fram skýrsla um stöðu lóðamála á iðnaðar- og athafnasvæðum á Egilsstöðum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • 7.4 201701148 Landbótasjóður 2017
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 7.5 201702095 Rafbílavæðing
  Bókun fundar Lagt er fyrir að nýju erindi Ísorku, en á síðasta fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar var óskað eftir frekari gögnum.
  Starfsmaður Ísorku Sigurður Ástgeirsson, tengist með fjarbúnaði á fundartíma til að kynna rekstrar- og upplýsingakerfi Ísorku.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að rafhleðslustöðin sem gefin var af Orkusölunni verði sett upp við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum og að verkið verði unnið í samvinnu við Ísorku samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lögð er fram umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
  Halldór Sigurðsson sækir um að stofna nýja landeign, Hjartarstaðir 1/lóð2 úr upprunalandinu Hjartarstaðir 1, sem er með landnúmerinu 158095.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, Umsókn um stofnun þjóðlendu sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.
  Fasteign sú sem hér óskast stofnuð er þjóðlenda samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005, dags. 29. maí 2007 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 299/2010, dags. 10. febrúar 2011.

  Heiti fasteignar: Vesturöræfi ásamt syðri hluta afréttarlandanna Rana og Undir Fellum (sá hluti sem tilheyrir Fljótsdalshéraði).
  Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Kennitala: 540269-6459.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagður er fram listi yfir þrjár lóðir sem lagt er til að verði innkallaðar.

  Eftirfarandi tillaga lög fram:
  Að tillögu umhverfis- og framvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirtaldar lóðir, sem úthlutað var 2007 og 2008, verði innkallaðar:

  - Kaupvangur 8
  - Kaupvangur 10
  - Kaupvangur 12

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 7.10 201701054 Vinnuskóli 2017
  Bókun fundar Til umræðu er vinnutilhögun og launamál Vinnuskóla 2017.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að laun nemenda vinnuskólans verði hækkuð um 2,5%. Vinnuskólinn er starfræktur fyrir nemendur í 7. til 10. bekk.
  Leitast verður við að veita öllum nemendum þá vinnu sem þeir óska eftir.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 247

1703004F

Fundargerðin lögð fram.

9.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 56

1702023F

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 9.2 og þakkaði ungmennaráði fyrir góðan fund með bæjarstjórn og eins fyrir góðar tillögur sem ráðið hefur lagt fram. Gunnar Jónsson, sem ræddi gott starf ungmennaráðs og liði 9.2, 9.3 og 9.4.og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 9.3 og 9.4.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs var rætt um nauðsyn þess að boðið sé upp á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Ungmennaráð leggur áherslu á að bæjarstjórn beiti sér fyrir eflingu geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Ungmennaráð vekur athygli á verkefni sem unnið er í Menntaskóla Borgarfjarðar í samvinnu við Stéttarfélag Vesturlands.

  Eftirfarandi tillaga löð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og telur rétt að kanna hvort möguleiki sé á svipuðu samstarfi á Fljótsdalshéraði.
  Samþykkt að koma málinu á framfæri við forsvarsmenn Menntaskólans og verkalýðsfélaga á svæðinu. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu úr hlaði.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindi ungmennaráðs til íþrótta og tómstundanefndar til skoðunar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fram kom á fundi bæjarstjórnar og ungmennaráðs að sveitarfélagið stefnir á að verða plastpokalaust frá byrjun árs 2018.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Bæjarstjórn fagnar áhuga ungmennaráðs á málinu og óskum ráðsins um að fá að koma að verkefninu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Eiðar, Stóra þinghá

201701117

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar að Hótel Eiðum/Eiðagisting, í flokki IV. Forsvarsmaður er Ævar Dungal.

Fram kemur að byggingarfulltrúi veitir jákvæða umsögn og sömu leiðis Heilbrigðiseftirlitið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.