Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

302. fundur 16. október 2019 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson forseti
 • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
 • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
 • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
 • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
 • Sigurður Gunnarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 484

Málsnúmer 1910003FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 1.15.

Lagt fram til kynningar.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 485

Málsnúmer 1910013FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 2.10. Sigurður Gunnarsson, sem ræddi lið 2.10. Aðalsteinn Ásmundarson, sem ræddi lið 2.10. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 2.10 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.10.

Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 120

Málsnúmer 1910004FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 3.3 og bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.3 og svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir breytingu deiliskipulags á iðnaðarsvæði Lagarfossvirkjunar (I3). Lýsingin er unnin í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar um að Náttúrustofa Austurlands fái skipulagslýsinguna til umsagnar, auk þeirra aðila sem tilgreindir eru í skipulagslýsingunni. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að tillagan fái umfjöllun í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Á fundi umhverfis og framkvæmdanefndar var farið yfir vinnu vegna vetrarþjónustu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vetrarþjónusta á komandi vetri verði með sama sniði og síðastliðin 2 ár.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Umsókn um byggingarleyfi fyrir tengivirkishús við Eyvindará var tekið til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd að lokinni grenndarkynningu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að byggingarleyfi verði gefið út í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að lokinni grenndarkynningu og í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að byggingarleyfi vegna breytinga verði gefið út.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnastjóri umhverfismála taki sæti í vinnuhóp um Fellagirðingu fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 93

Málsnúmer 1910001FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 4.2. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 4.2 og Sigurður Gunnarsson, sem ræddi lið 4.2.

Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Á fund atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mætti Ragnhildur Ásvaldsdóttir, nýr forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, sem kynnti sig og hugmyndir sínar um starf miðstöðvarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og býður Ragnhildi velkomna til starfa.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar lá greinargerð frá Halldóri Warén um Ormsteiti 2019 og hugleiðingar um Ormsteiti 2020. Einnig mætti Halldór Warén á fundinn undir þessum lið.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar Halldóri fyrir kynninguna og felur starfsmanni gera drög að samningi við hann um framkvæmd Ormsteitis 2020.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fyrir liggja tillögur að breytingum á reglum um úthlutun menningarstyrkja og umsóknareyðublaði.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi breytingar á reglum um úthlutun menningarstyrkja og umsóknareyðublaði.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
 • Bókun fundar Í vinnslu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 280

Málsnúmer 1910005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Náttúruverndarnefnd - 15

Málsnúmer 1909023FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Aðalsteinn Ásmundarson, sem ræddi liði 6.1 og 6.2. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 6.1. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 6.1 og 6.2 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 6.2 og svaraði fyrirspurn og Aðalsteinn Ásmundarson, sem ræddi lið 6.2 og störf nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

7.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 82

Málsnúmer 1909026FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 7.8 og Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 7.1, 7.8 og 7.9.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.