Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

270. fundur 07. mars 2018 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir forseti
 • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Starfsmenn
 • Friðrik Einarsson
 • Ester Kjartansdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2018

201709106

Gunnar Jónsson formaður bæjarráðs kynnti starfsáætlun bæjarráðs 2018.
Aðrir sem til máls tóku voru: Stefán Bogi Sveinsson,sem bar fram fyrirspurn, Sigrún Blöndal,Gunnar Jónsson, sem svaraði fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson.

2.Ársreikningur 2017

201803019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017, ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu. Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur í Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.

Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, Þórður Mar Þorsteinsson, sem bar fram fyrirspurn, Gunnar Jónsson, Anna Alexandersdóttir og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi og drögum að endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 417

1802015F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.6. og bar fram tillögu um orðalagsbreytingu. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.6. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.10 og bar fram fyrirspurn. Sigrún Blöndal, sem svaraði fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.10.

Fundargerðin lögð fram.
 • 3.1 201801001 Fjármál 2018
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir framlagða viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2018, varðandi yfirfærslu á fastafjármunum Fasteignafélags Iðavalla ehf, sem er B-hlutafyrirtæki, yfir í Eignasjóð (A-hluta) Samþykkt að yfirfærsluverð verði í samræmi við fasteignamat á viðkomandi eign sem er reiðhöllin. Um er að ræða ríflega 35 milljóna kr. verðmæti Í samþykktri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að yfirfærsluverð væri 15 milljón krónum lægra. Fjárfestingaheimild Eignasjóðs hækkar sem þessu nemur.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir að fela Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að selja Rafey ehf Ford Transit ferðaþjónustubíl fatlaðra, á kr. 900.000. Bílinn hyggst Rafey afhenda Knattspyrnudeild Hattar til eignar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Í erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga kemur fram að Sambandið óskar eftir tilnefningu varamanns frá Fljótsdalshéraði í nefnd sem fjalla á um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Sigrúnu Blöndal sem varafulltrúa í umrædda nefnd.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 418

1802020F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 4.11. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 4.11. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.11. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.11 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.11.

Fundargerðin lögð fram.
 • 4.1 201801001 Fjármál 2018
  Bókun fundar Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 223.000.000, með lokagjalddaga þann 5. desember 2032, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á hlutdeild Fljótsdalshéraðs í framtíðarlífeyrisskuldbindingum Lífeyrissjóðsins Brúar sem telst verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélag að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi fulltrúar muni starfa með fræðslunefnd að rýni að áformum um uppbyggingu leikskóla. Frá bæjarráði Anna Alexandersdóttir og Stefán Bogi Sveinsson, frá umhverfis- og framkvæmdanefnd, samkvæmt tillögu nefndarinnar, Árni Kristinsson og Esther Kjartansdóttir.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Í ljósi 4. töluliðar A-hluta tillögunnar bendir bæjarstjórn Fljótsdalshérað á að hún telur óráðlegt að útiloka allar línulagnir yfir hálendi, eins og þar er gert ráð fyrir. Bæjarstjórn bendir á að í sumum tilfellum má færa rök fyrir því að línulagnir um láglendi geti verið verri kostur með tilliti til sjónrænna áhrifa, heldur en línulagnir um hálendi. Má þar t.d. benda á svæði sunnan Vatnajökuls, sem sum hver eru innan þjóðgarðsmarka. Einnig má benda á að orðið hálendi er ekki frekar skilgreint í tillögunni og að mjög ólík sjónarmið geta átt við um línulagnir yfir mismunandi hálendissvæði.

  Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (RRI).
 • Bókun fundar Lagt fram.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 419

1803004F

Fundargerðin lögð fram.
 • 5.1 201803019 Ársreikningur 2017
  Bókun fundar Afgreitt undir lið 2 í þessari fundargerð.

6.Atvinnu- og menningarnefnd - 64

1802014F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.1 og bar fram fyrirspurn, lið 6,2 og 6,5. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 6.1 og svaraði fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 6.1 og 6.2 og Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 6.2.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Fyrir liggur greinargerð frá undirbúningshópi um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu læknishúsinu á Hjaltastað og Hjaltalundi.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar undirbúningshópnum fyrir góða greinargerð. Málið verður áfram til umfjöllunar og í vinnslu hjá atvinnu- og menningarnefnd.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram erindi um svæði, pláss, hús, sem gæti hýst matar- og sveitamarkað á sumrin og Barramarkað fyrir jólin. Erindið var fram borið á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var á Barramarkaðnum 16. desember 2017. Erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar á fundi bæjarráðs 8. janúar 2018.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til við umhverfis- og framkvæmdanefnd að skoðað verði hvort reiðhöllin á Iðavöllum geti nýst sem framtíðarhúsnæði fyrir jólamarkað sem fram hefur farið í Barra hingað til. Í því sambandi þarf m.a. að skoða aðkomu og bílastæði við reiðhöllina.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur frá Leikhópnum Lottu, umsókn, dagsett 23. febrúar 2018, um styrk vegna leiksýningar í Valaskjálf.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 0581.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 86

1802005F

Til máls tóku: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 7.11 og 7.13.

Fundargerðin lögð fram.

8.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 259

1802018F

Fundargerðin lögð fram.

9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 39

1802008F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

10.Félagsmálanefnd - 162

1802009F

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Setberg

201801036

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Setbergi Fellum. Umsækjandi er Helgi Hjálmar Bragason.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.