Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

396. fundur 04. september 2017 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017

201701107

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti tillögu að viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017.


Tekjur aukast um 34,7 milljónir vegna framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna skattlagningar á fjármálafyrirtæki.

Rekstrargjöld aukast um 3,5 milljónir á lið 21400, vegna uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfum sveitarfélagsins.

Í Atvinnumálasjóði, 2 milljónir vegna hlutafjáraukningar í Gróðrarstöðinni Barra.

Eignfærsla vegna kaupa á snjótroðara kr. 8,6 milljónir mun rúmast innan fjárfestingaáætlunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu, viðauka 4, við fjárhagsáætlun 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um heimakennslu

201708095

Lagt fram erindi frá Vilhjálmi Vernharðssyni og Elísabet Kristjánsdóttur, þar sem óskað er heimildar sveitarfélagins fyrir heimakennslu vegna dóttur þeirra. Hún mun þó að hluta til stunda nám við Brekkuskóla á Akureyri, líkt og verið hefur undanfarin ár.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til vinnslu hjá fræðslufulltrúa sem leggur svo málið fyrir fræðslunefnd.

4.Þátttaka í Útsvari veturinn 2017 - 2018

201708085

Málið er í vinnslu.

5.Samgönguþing 2017

201708106

Bæjarráð samþykkir að Anna Alexandersdóttir verði fulltrúi Fljótsdalshéraðs á Samgönguþinginu.

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2017 - 2018

201708078

Bæjarráð samþykkir að taka saman yfirlit yfir viðtalstíma bæjarfulltrúa á komandi vetri, í samræmi við umræður á fundinum, sem lagt verði fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

7.Landbúnaðarmál

201709006

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast þegar við bráðavanda sem upp er kominn í sauðfjárrækt. Miðað við núverandi stöðu er mikil hætta á alvarlegri byggðaröskun sem kæmi þungt niður á samfélögum til sveita og þeim sveitarfélögum sem byggja að miklu leyti á landbúnaði.
Jafnframt leggur bæjarráð þunga áherslu á það að stjórnvöld, forysta bænda og fulltrúar afurðastöðva og verslana vinni saman að því að treysta rekstarskilyrði sauðfjárræktar til framtíðar, einkum á þeim svæðum sem eru landgæðalega vel fallin til sauðfjárbúskapar.
Einnig telur bæjarráð nauðsynlegt að stjórnvöld vinni markvisst að því að styrkja undirstöður til fjölbreyttara atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins.

Fundi slitið - kl. 11:00.