Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

395. fundur 28. ágúst 2017 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

2.Fundargerð 228. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201708087

Undir þessum lið var farið yfir drög að umsögn um reglugerð um fráveitur og skólp.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að umsögn og felur bæjarstjóra að senda umsögnina til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins innan tilskilins frests.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Snjótroðari

201708031

Lögð fram drög að viðauka við samstarfssamning um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal, sem dagsettur var 20.12.2013.

Bæjarráð samþykkir viðaukann við samstarfssamninginn eins og hann liggur fyrir fundinum og felur fjármálastjóra að gera tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2017, til að mæta auknum útgjöldum.

4.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns

201602100

Rætt um afmælið, sem haldið var uppá í tengslum við Ormsteiti og einnig hugmyndir að verkefnum sem komið hafa upp í tengslum við afmælið.

Bæjarráð felur atvinnu- og menningarfulltrúa og skrifstofustjóra að útfæra frekar hugmynd um kaffisamsæti fyrir jafnaldra þéttbýlisins.

5.Göng undir Fjarðarheiði

201502111

Lögð er fram fyrir bæjarráð skýrsla sem tekin var saman fyrir Vegagerðina 2011 og fjallar um hugsanleg munnasvæði fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar og leggur áherslu á mikilvægi þess að sem fyrst verði ráðist í gerð jarðganga undir Fjarðarheiði, sem verði fyrsti áfangi í endanlegri tengingu Mið-Austurlands með jarðgöngum.

6.Þátttaka í Útsvari veturinn 2017 - 2018

201708085

Lagt fram erindi frá RÚV, varðandi þátttöku Fljótsdalshéraðs í þættinum Útsvari á næsta vetri.

Bæjarráð samþykkir þátttöku í keppninni og vinnur að liðskipan.

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2017 - 2018

201708078

Ræddar hugmyndir um útfærslu á viðtalstímum bæjarfulltrúa og almennt um aðgengi íbúa að kjörnum fulltrúum og stjórnendum sveitarfélagsins.

Ákveðið að vinna frekar að hugmyndum að útfærslu viðtalstímum og ræða málið áfram á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:00.