Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

388. fundur 12. júní 2017 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti ýmsar tölur úr rekstri sveitarfélagsins.
M.a. kom fram hjá honum að um síðustu mánaðarmót fór íbúatala sveitarfélagsins yfir 3500 íbúa. Bæjarráð fagnar því að áfram fjölgar íbúum í sveitarfélaginu.

2.Fjárhagsáætlun 2018

201702139

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti drög að rammaáætlun ársins 2018, en hann er nú búinn að taka saman upplýsingar frá öllum nefndum og þeirra áætlanir. Einnig hefur hann þróað tekjuspá næsta árs miðað við nýjustu upplýsingar og stöður.

Að lokinni kynningu á drögunum var þeim vísað til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

3.Fundargerð 850. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201706002

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017

201701027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir Ársala b.s. 2017

201702058

Björn Ingimarsson fór yfir umræður á fundinum um mögulegar endurbætur eða sölu á húsnæði við Lagarás 21-33, sem þá yrðu seldar með kvöðum.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

6.Viljayfirlýsing vegna samstarfs um undirbúning og fjármögnun menningarhúss

201610046

Bæjarráð fagnar því að bæjarráð Seyðisfjarðar hafi sýnt mikilvægi hugmynda varðandi byggingu menningarhúss á Egilsstöðum skilning og stuðning.
Bæjarstjóra jafnframt falið að vinna áfram að framgangi málsins, í samræmi við viljayfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fljótadalshéraðs dagsetta 16. október 2016 og samþykkt ríkisstjórnar Íslands frá 1999 um byggingu menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins.

7.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

201608064

Farið yfir drög að samningi og þær breytingar sem gerðar hafa verið á þeim við yfirferð fulltrúa landeigenda.

Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

8.Rafmagnstruflanir og áhrif þeirra

201706030

Bæjarráð samþykkir að kallað verði eftir upplýsingum frá Landsneti og Rarik um það tjón innan sveitarfélagsins sem varð við rafmagnstruflanir sem urðu 17. maí sl.
Bæjarstjóra falið að láta kalla eftir þessum upplýsingum og einnig hvað veldur því að þetta tjón kemur fyrst og fremst fram á Austur og Suðausturlandi, þegar ástæða rafmagnstruflunarinnar er á Suðvesturlandi.

9.Næstu verkefni og áherslur ungmennaráðs

201611009

Bæjarráð samþykkir að setja í vinnslu endurskoðun á samþykktum ungmennaráðs og jafnframt að farið verði yfir athugasemdir sem fram koma í bókun ráðsins frá fundin þessa 31. maí sl.
Verkefnastjóra íþrótta- tómstunda- og forvarnamála falið að vinna málið í samráði við bæjarstjóra.

10.Umsókn um að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum 8. júlí 2017

201706038

Lagt fram erindi dagsett 7. júní 2017 frá Kristdóri Þór Gunnarssyni fh. akstursíþróttaklúbbsins Start á Egilsstöðum, með beiðni um að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum í landi Mýness, laugardaginn 8. júlí 2017 frá kl. 9:00 til c.a. kl. 18:00.
Start mun sjá um umgengni og þrif á svæðinu og að það verði til fyrirmyndar.
Bæjarráð veitir samþykki Fljótsdalshéraðs fyrir torfærukeppninni með fyrirvara um jákvæða umsögn Brunavarna Austurlands, HAUST og lögreglu umdæmisins.

Fundi slitið - kl. 11:15.