Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

477. fundur 12. ágúst 2019 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

201901002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkra liði tengda fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og kynnti fyrir fundarmönnum.
Einnig kynnti hann erindi frá útgáfufyrirtækinu SagaZ ehf vegna þátttöku í útgáfu bókaflokksins Ísland - atvinnuhættir og menning.
Bæjarráð hafnar þátttöku í verkefninu.

2.Fundagerð 260. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201908056

Lagt fram til kynningar.

3.Fundagerð 261. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201908057

Lagt fram til kynningar.

4.Fundur almannavarnanefndar 31.maí 2019

201907029

Lagt fram til kynningar.

5.Fundur samstarfsnefndar lögreglu og Sveitarfélaga á Austurlandi

201907032

Lagt fram til kynningar.

6.54.fundargerð stjórnar Brunavarna á Austurlandi.

201907030

Lagt fram til kynningar.

7.55. fundargerð stjórnar Brunavarna á Austurlandi

201907044

Vegna starfsloka Baldurs Pálssonar slökkviliðsstjóra, vill bæjarráð færa honum bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu brunavarna á svæðinu og gott samstarf á þeim tíma sem hann hefur starfað sem slökkviliðsstjóri.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

8.Umsókn um leyfi til uppsetningar á vindmælingabúnaði

201907026

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til næsta fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar til afgreiðslu.

9.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

201802039

Lagt fram til kynningar, en undirbúningur kosninga er á hönudum samstarfsnefndar og er þegar hafinn.
Kjördagur verður 26. október 2019.

10.Tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni

201812059

Lagt fram til kynningar.

11.Stjórnarferð RARIK á Austurland - dagana 28.-29.ágúst 2019

201907033

Fram kom að stjórnin verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum 29. ágúst kl. 12:00. Bæjarfulltrúar hvattir til að mæta og tilkynna um mætingu samkvæmt því sem fram kemur í tölvupósti um málið.

12.Ensk nöfn á íslenskum stöðum

201908055

Lagt fram til kynningar.

13.Umsókn um lóð - Dalsel 1-5

201903066

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa á erindinu, sem er í samræmi við gildandi reglur um greiðslu gatnagerðargjalda.

14.Jafnlaunavottun Sveitarfélaga

201907038

Lagt fram til kynningar.

15.Jafnlaunavottun innleiðing 2018

201811007

Fyrir liggur jafnlaunavottun vottunaraðila fyrir Fljótsdalshérað, en Jafnréttisstofa gefur svo út hið formlega jafnlaunamerki í framhaldi af þeirri vottun.
Bæjarráð fagnar því að þessum áfanga hefur verið náð og þakkar þeim starfsmönnum sem unnið hafa að þessu verkefni undanfarið ár fyrir þeirra vinnu.

Fundi slitið - kl. 10:30.