Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

467. fundur 15. apríl 2019 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Anna Alexandersdóttir var í símasambandi við fundinn og fól Stefáni Boga að stýra fundinum.

1.Fjármál 2019

201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd fjármálum og rekstri sveitarfélagsins. M.a. kynnti hann niðurstöðu úr starfsmati BHM starfa, sem nú er búið að reikna út og verður sú launaleiðrétting greidd út fyrir páskana.

Ákvörðun um að taka skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 100.000.000 frá og með 12.04 2019 með gjalddaga 01.07 2019, í samræmi við skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna miklar afborganir lána sveitarfélagsins næstu vikur, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni bæjarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.

Samþykkt með handauppréttingu með tveimur atkvæðum, en einn var fjarverandi (SIÞ).

2.Fundargerð 256. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201904097

Lagt fram til kynningar.

Hér kom Steinar Ingi til fundar.

3.Fundargerð 10. fundar stjórnarfundar SSA - 12. mars 2019

201904106

Lagt fram til kynningar.

4.Aðalfundur SSA 7. maí 2019

201904105

Fram kom að Fljótsdalshérað þarf að staðfesta hvaða fulltrúar sveitarfélagsins mæta á aðalfundinn. Bæjarstjóra falið að tilkynna fulltrúa sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

5.Beiðni um styrk vegna hreinsunar á orgeli Egilsstaðakirkju

201903046

Bæjarráð samþykkir að veittur verði 400.000 kr. styrkur til verkefnisins þar sem pípuorgelið og aðstaðan í Egilsstaðakirkju er töluvert nýtt í tengslum við tónleika og tónlistarnám.

Fjármagninu verði ráðstafað af lið 21040 kr. 300.000 og kr. 100.000 af lið 21210.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

201902128

Samkvæmt tillögu starfshóps um húsnæði Egilsstaðaskóla beinir bæjarráð því til bæjarstjórnar að ráðist verði í framkvæmd við gerð millilofts í Egilsstaðaskóla á yfirstandandi ári. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er rúmar sautján milljónir. Miðað er við að framkvæmdin rúmist innan fjárfestingaheimildar ársins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Götulýsing Fljótsdalshéraði

201903033

Björn fór yfir fund sem hann, skipulags- og byggingafulltrúi og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar áttu með fulltrúum frá RARIK, þar sem fjallað var um mögulega yfirtöku sveitarfélagsins á umsjón og viðhaldi með ljósastaurum og götulýsingu í þéttbýli.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið taki yfir rekstur og viðhald á götulýsingu þar sem sveitarfélagið er veghaldari. Bæjarstjóra veitt heimild til að gera samninga varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ósk um breyting aðalskipulags, Geitdalsvirkjun

201811150

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að matsáætlun. Tillagan verður einnig tekin fyrir í umhverfis- og framkvæmdanefnd og náttúruverndarnefnd.

9.Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs

201904078

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Guðlaug Sæbjörnsson sem fulltrúa sinn á ársfundinn.

10.Reglur Fljótsdalshéraðs, gerðar vegna persónuverndarlaga

201904103

Lögð fram drög að reglum sem persónuverndarfulltrúi hefur tekið saman. Bæjarstjóra falið að kynna drögin fyrir stjórnendum stofnanna og öðrum sem málið varðar. Að því loknu verða reglurnar teknar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

11.Trúnaðarmál

201904116

Fært í trúnaðarmálabók.

12.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.

201904076

Lagt fram til kynningar.

13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.

201904098

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að fræðslustjóri fari yfir málið með það í huga hvort tilefni er til að gefa umsögn um það. Erindið verði tekið fyrir aftur á næsta bæjarráðsfundi 29. apríl.

14.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.

201904100

Lagt fram til kynningar.

15.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.

201904101

Bæjarstjóra falið að taka saman drög að umsögn, sem verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.

16.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.

201904104

Bæjarráð tekur heils hugar undir þær athugasemdir sem Samband ísl. sveitarfélaga gerir við frumvarpsdrögin.

Fundi slitið - kl. 10:30.