Atvinnu- og menningarnefnd

85. fundur 25. mars 2019 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2020

201903095

Fyrir liggur rammi fjárhagsáætlunar málaflokka sem undir nefndina heyra, gefinn út af fjármálastjóra 11. mars 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að undirbúa gerð fjárhagsáætlunar m.a. í samstarfi við forstöðumenn sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Menningarhús

201903110

Fyrir liggja til kynningar gögn er varða menningarhús á Fljótsdalshéraði.
Lagt fram til kynningar en málið er í vinnslu.

3.Úttekt á framboði flugsæta til Austurlands

201903103

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 19. mars 2019, frá Benedikt Warén, með tillögu um að kannað verði með framboð flugsæta til Austurlands og hvaða verð á flugmiðum er í boði.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að vinna í málinu sem verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2019

201809013

Fyrir liggur samþykkt Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019.

Áætlunin rædd og yfirfarin.

Fundi slitið - kl. 19:00.