Atvinnu- og menningarnefnd

Atvinnu- og menningarnefnd er ein af fastanefndum Fljótsdalshéraðs og flokkast sem A-nefnd. Um réttindi og skyldur fastanefnda er fjallað í samþykktum fyrir viðkomandi nefnd, í VI. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og í 37. og 40.-53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs skipa 5 fulltrúar og jafnmargir til vara, kosnir af bæjarstjórn. Nefndin hefur umsjón með menningarmálum í sveitarfélaginu og fjallar um atvinnu-, markaðs- og kynningarmál eftir því sem nánar segir í samþykkt fyrir hana.
Nefndin heldur utan um Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs – Fjárafl samkvæmt nánari ákvæðum í samþykktum nefndarinnar. Nefndin er jafnframt stjórn Bókasafns Héraðsbúa og fer sem slík með þau verkefni sem nánar eru tilgreind í 8. gr. bókasafnalaga nr. 150/2012. Aðrar stofnanir sem undir nefndina heyra eru Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og söfn sem sveitarfélagið er aðili að ásamt öðrum sveitarfélögum.

Formaður atvinnu- og menningarnefndar gerir tillögu að dagskrá funda í samráði við starfsmann nefndarinnar. Formaður boðar til funda og stýrir þeim. Fundir nefndarinnar eru að jafnaði haldnir í 2. og 4. viku hvers mánaðar, utan sumar- og jólaleyfa.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt fyrir atvinnu og menningarnefnd

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt um stjórn og fundarsköp

pdf merki Samantekt um laun bæjarfulltrúa og nefndafólks

 

Nafn Staða Netfang

Atvinnu- og menningarnefnd - aðalmenn

Atvinnu- og menningarnefnd - varamenn

Starfsmaður atvinnu- og menningarnefndar