Þrjár sýningar á Egilsstöðum

Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?

Sýningin Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? er sett upp í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Á vefsíðu sýningarinnar https://www.austfirsktfullveldi.is/ segir: „Ísland fékk fullveldi árið 1918 og nú 100 árum seinna fögnum við því, lítum um öxl og speglum samtíð, fortíð og nútíð.
Í dag horfum við einnig fram á afleiðingar loftslagsbreytinga og stærsta viðfangsefni jarðarbúa er að bregðast við af ábyrgum hætti og snúa við þessari ógnvænlegu þróun sem ógnar lífríki plánetunnar og samfélögum dýra og manna. Til að geta brugðist við þarf samvinnu með sjálfbærni að leiðarljósi.“

Það eru átta austfirskar mennta-, menningar- og rannsóknastofnanir sem hafa tekið saman höndum til að skoða á nýstárlegan hátt austfirskt fullveldi og sjálfbærni og tengslin þar á milli.

Sýningin Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? er sýnd á eftirfarandi stöðum:

- Safnahúsinu á Egilsstöðum – opnunartími er alla daga frá klukkan 10 til 18
- Sýningin er einnig í Skriðuklaustri í Fljótsdal, Tækniminjasafninu á Seyðisfirði og Randulfs-sjóhúsi á Eskifirði.


Nr. 2 Umhverfing

Sýningin Nr. 2 Umhverfing er samsýning 38 myndlistarmanna sem tengdir eru Fljótsdalshéraði með einum eða öðrum hætti. Nr. 2 Umhverfing er önnur sýningin sem listahópurinn Academy of the Senses stendur fyrir og var sú fyrri sett upp í Skagafirði árið 2017. Academy of the Senses hyggjast standa fyrir fleiri sýningum á öðrum stöðum á landinu á komandi árum. Listafólkið sem á verk á sýningunni á Egilsstöðum er: Anna Eyjólfsdóttir, Aron Kale, Bjargey Ólafsdóttir, Björg Steinunn Helgadóttir, Borghildur Tumadóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Gunnar Árnason, Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, Helgi Þórsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kolbeinn Magnússon, Kristín María Ingimarsdóttir, Laura Ford, Magnús Pálsson, Margrét Norðdahl, Marietta Maissen, Ólöf Birna Blöndal, Ólöf Björk Bragadóttir, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Behrens, Pétur Magnússon, Ragnhildur Lára Weisshappel, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Saga Unnsteinsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Steinunn Björg Helgadóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Tumi Magnússon, Viktor Pétur Hannesson, Vilhjálmur Einarsson, Yst Ingunn St. Svavarsdóttir, Þórarinn Ingi Jónsson, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Þórunn Dís Halldórsdóttir og Þórunn Eymundardóttir.

Sýningin Nr. 2 Umhverfing er í sýnd á eftirfarandi stöðum:

- Safnahúsinu á Egilsstöðum – opnunartími er alla daga frá klukkan 10 til 18
- Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum – opnunartími er þriðjudaga til laugardaga, frá klukkan 11  til 16
- Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum – opnunartími er laugardaga og sunnudaga frá klukkan 13 til 17 (gott er að láta vita af sér í anddyri Dyngju)


Gull og gersemar, leikfangasýning

Sýningin Gull og gersemar gefur svipmynd af þeim leikföngum sem börn á Héraði og í nágrenni hafa leikið sér með í gegnum tíðina.

Sýningin Gull og gersemar er í sýnd í:

- Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum – opnunartími er þriðjudaga til laugardaga, frá  klukkan 11 til 16.