Vortónleikar Héraðsdætra

Ó blessuð vertu sumarsól

 Hinir árlegu vortónleikar Héraðsdætra verða haldnir í Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 26.apríl klukkan 20.

Aðgangseyrir 1.500 krónur fyrir fullorðna, 1.000 krónur fyrir aldraða og öryrkja en frítt fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Enginn posi.

Einsöngvarar eru Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir, Freyja Kristjánsdóttir, Jarþrúður Ólafsdóttir og Margaret Johnson.

Stjórnandi: Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir

Píanóleikari: Þórður Sigurðsson

Úrslit úr ljóðasamkeppni kórsins verða tilkynnt og viðurkenningar afhentar fyrir efstu þrjú sætin.