Vera og vatnið

Danssýningin Vera og vatnið verður flutt í Sláturhúsinu menningarsetri sunnudaginn 23. september klukkan 14. Sýningin er fyrir börn frá eins árs aldri um Veru og upplifun hennar á veðrum og vindum. Sýningin er 25 mínútur að lengd og við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en ókeypis er fyrir 16 ára og yngri.