Þetta vilja börnin sjá! Sláturhúsið

Þetta vilja börnin sjá! Myndskreytingar úr nýútkomnum barnabókum

Farandsýningin „Þetta vilja börnin“ verður sett upp í Sláturhúsinu upp úr miðum september og stendur fram í október. Um er að ræða farandsýningu frá Borgarbókasafni, Menningarhúsinu Gerðubergi. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barnabókum en markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga. Sýning þessi hefur verið haldin í Gerðubergi í Reykjavík síðastliðin 15 ár.

Myndir sýnenda eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og gefur að líta verk bæði gamalreyndra teiknara sem fyrir löngu eru vel þekktir í heimi íslenskra barnabókmennta, sem og glæný verk myndhöfunda sem nú sýna í fyrsta sinn. 

Nánar upplýsingar, eins og endanleg dagsetning opnunar og meira um sýninguna, koma síðar.