Sumar II - LAND

 Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs opnar myndlistasýninguna Land í Sláturhúsinu þann 18.júlí. Sýningin er samsýning 6 myndlistamanna. Þau sem taka þátt í sýningunni eru; Daníel Magnússon, Guðmundur Ingólfsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Vigfús Birgisson og Þórdís Jóhannesdóttir. Þau eiga öll það sameiginlegt að vinna með ljósmyndina sem miðil og á þessari sýningu er land / landslag umfjöllunarefnið. Verkin eru flest öll ný ogvmörg hver hafa tengingu við austurland.

Sýningin opnar formlega klukkan 16:00 á laugardag með ávarpi bæjarstjóra Björns Ingimarssonar og verða listamenirnir til staðar við opnun. Sýningarstjóri er Ragnhildur Ásvaldsdóttir.

Sýningin stendur til 15. september