Samfélagssmiðjan

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), verða í nóvember til janúar á fimmtudögum, milli klukkan 12 og 18.

Fimmtudaginn 5. desember. Til viðtals verða:

Klukkan 12 til 15 – Anna Alexandersdóttir bæjarfulltrúi og formaður félagsmálanefndar og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri.

Klukkan 15 til 18 - Gunnar Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og ábendingum eða erindum á framfæri. Það er heitt á könnunni.