Samfélagssmiðjan

14. október - Samfélagssmiðjan að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var)
Til viðtals eru Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar ,og Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri milli klukkan 15 og 18.

15. október 

Til viðtals eru Benedikt Hlíðar Stefánsson, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, og Kjartan Róbertsson, yfirmaður Eignasjóðs, milli klukkan 15 og 18.


17. október   

Til viðtals eru Aðalsteinn Ásmundsson, bæjarfulltrúi og fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd, og Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri milli klukkan 15 og 18.

Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni. Gert er ráð fyrir að í vetur verði þrír viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks í viku hverfi, þ.e. á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum milli klukkan 15 og 18.