Samfélagssmiðjan

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31.

Klukkan 14 til 16 – Aðalsteinn Ásmundsson, bæjarfulltrúi og fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd og Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri.

Klukkan 16 til 18 – Benedikt Hlíðar Stefánsson, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri.

Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni.

Einhverjar breytingar kunna þó að verða frá þessu viðveruplani, vegna fjarveru kjörinna fulltrúa og starfsmanna út af öðrum verkefnum.