Draugasöguflutningssamkeppni

Draugasögur í Frystiklefanum

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Bókasafn Héraðsbúa efna til samkeppni um flutning draugasögu.

Þátttakendur velja draugasögu, frumsamda eða skráða, og undirbúa flutning hennar. Um einstaklingsflutning er að ræða. Sagan má vera allt að 10 mínútur að lengd.

Megináhersla er lögð á flutninginn sjálfan og munu áhorfendur leggja mat á frammistöðu sagnaþulanna og verðlauna besta flutninginn með heiðursnafnbótinni HÉRAÐSDRAUGURINN 2017.

Einnig verður veitt viðurkenning fyrir bestu frumsömdu draugasöguna.

Öllum er heimili þátttaka.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að skrá sig á netfangið mmf@egilsstadir.is eða í síma 8979479.

Hvað: Draugasöguflutningssamkeppni

Hvenær: 21. apríl 2017 klukkan 20.

Hvar: Sláturhúsið, Frystiklefi