Geðheilbrigðismálaþing í Valaskjálf

Þann 12. október næstkomandi verður efnt til geðheilbrigðismálaþings í Valaskjálf á Egilsstöðum. Málþingið ber heitið „Batnandi fólki er best að lifa – Samtal um geðheilbrigði“.  Dagskráning er eftirfarandi:

9:00 Setning
9:10 Hver er staðan í geðheilbrigðismálum á Austurlandi? - Frjálst samtal
9:55 Kaffihlé
10:10 Valdefling og samfélagsgeðþjónusta - Auður Axelsdóttir - Hugarafli
10:55 Reynslusaga úr nærumhverfinu
11:05 Unghugar Hugarafls – starf fyrir ungt fólk - Svava Arnardóttir - Hugarafli
11:20 Hearing voices – leið til að vinna með raddir - Auður Axelsdóttir og Svava Arnardóttir
11:35 Leiðir að bata... - Pétur Heimisson - heimilislæknir - HSA
11:50 Sálfræðiþjónusta á þjónustusvæði HSA - Sigurlín Kjartansdóttir yfirsálfræðingur HSA
12:05 Hádegismatur - boðið upp á matarmikla súpu
13:00 Vinnusmiðja um batahugmyndafræði - Svava Arnardóttir - Hugarafli
15:00 Kaffihlé
15:15 Almenn umræða og næstu skref
16:00 Lok málþings

Ekkert þátttökugjald, en skrá þarf þátttöku fyrir 7. október á netfangið kristine@egilsstadir.is eða í síma 470-0795 milli kl. 13-16 virka daga.

——————

NÁMSKEIÐIÐ ANDLEGT HJARTAHNOÐ (E-CPR) verður í framhaldinu haldið 12.-14. október 2018 á Egilsstöðum.

Á námskeiðinu fer fram samtal/nánd sem byggir á tengingu við tilfinningar og nýtist vel einstaklingum sem eru að ganga í gegnum tilfinningalegt álag. Einstaklingi er mætt með nánd, samlíðan og samveru á jafningjagrunni.

Námskeiðið kostar 15.000 kr. og stendur frá kl. 9-16 báða dagana. Innifalin er hádegishressing. Skrá þarf þátttöku fyrir 7. október næstkomandi á netfangið kristine@egilsstadir.is eða í síma 470-0795 milli kl. 13-16 virka daga. Staður auglýstur síðar.

——————

HÆGT VERÐUR AÐ PANTA SAMTAL VIÐ AUÐI AXELSDÓTTUR, HUGARAFLSKONU á mánudeginum 15. október.

Auður hefur starfað í geðheilbrigðiskerfinu síðan 1994 og er einn stofnenda Hugarafls. Hún veitir einstaklingum með reynslu af geðrænum áskorunum stuðning og ráðgjöf, aðstandendum og fagfólki handleiðslu, fræðslu og ráðgjöf.

Skráning hjá Eiríki, verkefnastjóra Hugarafls í síma 663-7760 eða í gegnum netfangið. eirikur@hugarafl.is. Viðtalið kostar 13.000 kr. Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða slík viðtöl.

RAUÐI KROSSINN - HÉRAÐI OG BORGARFIRÐI EYSTRI
HUGARAFL
FLJÓTSDALSHÉRAÐ
HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS (HSA)