Dansleikhússnámskeið fyrir ungmenni í Sláturhúsinu

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs stendur fyrir dansleikhússnámskeiðum í lok ágúst og september.

Um er að ræða 5 vikna námskeið þar sem kennt er 2x í viku, 1.5 tíma í senn. Þáttakendur semja og æfa dansleikhúsverk sem sýnt verður á BRAS í Sláturhúsinu í lok september.

Þátttakendum er skipt í tvo hópa, yngri (6-9 ára) og eldri (13 - 16 ára) og æfa hóparnir aðskilin dansverk. Einungis er hægt að taka við 10 þátttakendum í hvern hóp. Kennari er Katarzyna Paluch. Kennt verður á íslensku, pólsku og ensku.

Námskeiðsgjald er 7.500 kr. og tekið er við skráningum í netfangið mmf@egilsstadir.is

Viðburðurinn á Facebook á íslensku og á pólsku