Bæjarstjórnarfundur_

Á fundi bæjarstjórnar 4. júlí samþykkti hún að sumarleyfi bæjarstjórnar 2018 verði frá og með 5. júlí og til og með 13. ágúst. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður 22. ágúst, þó svo að hefðbundinn fundartími bæjarstjórnar ætti að vera 15. ágúst. 

Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluumboð mála frá og með 5. júlí til og með 13. ágúst, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Fundir bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verða 9. júlí, 16. júlí og 13. ágúst. Bæjarráð verður auk þess kallað saman til funda ef þörf krefur.