Ásgeir Trausti í Sláturhúsinu

 Ásgeir Trausti heldur í fyrsta skipti í tónleikaferðalag um Ísland þar sem hann kemur fram á alls 14 tónleikum dagana 17. júlí til 1. ágúst. Ásgeir heldur tónleika í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum miðvikudaginn 25. júlí, klukkan 21. Á tónleikunum frumflytur hann m.a. glænýtt efni sem mun prýða hans þriðju plötu sem væntanleg er í upphafi næsta árs.

Um lágstemmda og hlýlega tónleika er að ræða þar sem rödd Ásgeirs fær að njóta sín en Ásgeir kemur fram ásamt Júlíusi Róbertssyni félaga sínum. Forsala er hafin á tónleikana á www.midi.is . Miðaverð er krónur 4.500. https://www.facebook.com/events/254949975248951/