Amma – textilinnsetning í Sláturhúsinu

Sumarsýning Sláturhússins er þrískipt – og vekja ber athygli á sýninunni Amma sem er textílinnsetning Guðnýjar G. H. Marinósdóttur.

Guðný er fædd á Seyðisfirði 1944, en flutti til Egilsstaða 1961. Hún lauk handmenntakennaraprófi frá Haandarbejdets Fremme í Kaupmannahöfn og síðar BA prófi frá Middlesex University í samvinnu við Julia Caprara School of Textile Arts í London. Amma er textílinnsetning byggð á lífshlaupi föðurömmu hennar, Guðnýjar Einarsdóttur, sem var fædd í Reykjavík 1864 og lést á Seyðisfirði 1946.

 Sýningin Amma er innsetning og samanstendur af nokkrum verkum; Útlínur fjallsins Strandartinds, Seyðisfirði eru saumaðar yfir 4 renninga, sem hanga hlið við hlið, hver um sig 1 x 2.5 m.

Í þá eru síðan saumuð nöfn afkomenda Guðnýjar Einarsdóttur ömmu höfundar. Einnig er á sýningunni refill 0.3 x 4 m með ljósmyndum úr lífi Guðnýjar. Kommóða sem fylgdi henni allt frá unglingsárum skipar einnig sess á sýningunni, ásamt fleiri munum. Bók um ævi Guðnýjar verður einnig til sölu á sýningunni.

Guðný bjó og starfaði við kennslu á Eiðum í 10 ár ásamt því að sinna listsköpun. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Austurlandi og Akureyri þar sem hún hefur búið síðastliðin 20 ár.

Hægt er að skoða sýningarnar þriðjudaga til laugardaga frá klukkan 11 til 16