Aðalfundur Söguslóða Austurlands

Aðalfundur Söguslóða Austurlands. Félags áhugafólks um sögu Austurlands verður haldinn í Safnahúsinu á Egilsstöðum 14. nóvember 2019 klukkan 20. Allir velkomnir sem hafa áhuga á rannsóknum, varðveislu og miðlun sögu Austurlands.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar og ársreikningar.
  2. Tillaga að breytingum á samþykktum félagsins: a Árgjöld. b Breyting á tímasetningu aðalfundar.
  3. Stjórnarkjör.
  4. Umræður um útgáfumál sögu og fræðirita á Austurlandi. Fulltrúi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi mætir á fundinn undir þessum lið.
  5. Önnur mál.