Dagskrá 17.júní á Egilsstöðum

Haldið verður upp á Þjóðhátíðardag Íslendinga í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum - Dagskrá 17. júní í garðinum er hér.

Opnuð verður Leikfangasýning í Sláturhúsinu menningarsetri. Sýning á leikföngum frá fyrri tímum og fram til nútímans. Brugðið verður upp svipmynd af
leik barna og leikföng fengin að láni frá einstaklingum og Minjasafni. Sýningin stendur yfir til 30. september og gert er ráð fyrir skóla- og
leikskólaheimsóknum.

Í Safnahúsinu verða opnaðar tvær sýningar:

  1. Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi? Sýning í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.  
  2. Nr. 2 Umhverfing. Myndlistarsýning með verkum listamanna sem allir tengjast Fljótsdalshéraði. Í Safnahúsinu, Sláturhúsinu og Dyngju á Egilsstöðum