Þjóðhátíðardagur Íslendinga - 75 ára lýðveldisafmæli

Þjóðhátíðardagur Íslendinga - 75 ára lýðveldisafmæli

 10:30 Hátíðarmessa fyrir alla fjölskylduna

Prestur sr. Þorgeir Arason og kór Egilsstaðakirkju syngur undir stjórn Torvald Gjerde

 

11:00 Skrúðganga frá Egilsstaðakirkju í Tjarnargarðinn

Fjölmennum í hátíðarskapi við kirkjuna og förum fylktu liði í fylgd Lúðrasveitar Fljótsdalshéraðs í Tjarnargarðinn

 

11:30 Fimleikasýning keppnishópa fimleikadeildar Hattar

 

12:00 Kassabílaþrautir á sparkvellinum við Egilsstaðaskóla

Hvetjum alla til að mæta með kassabíla og taka þátt í skemmtilegri keppni. Skráning og frekari upplýsingar gefur Kristdór á netfangið kristdor@dekkjahollin.is fyrir 15. júní nk. 

12:00-13:00 LEGO samkeppni

Móttaka verka verður í Tjarnargarðinum. Börn sem eru á fimmta og tólfta aldursári skila inn verkum úr legókubbum. Þemað er ,,gamli tíminn“

 12:00-15:00 Litli húsdýragarðurinn

Teymt undir börnum og dýr til sýnis

 12:00-15:00 Andlitsmálun í Tjarnargarðinum fyrir börn 10 ára og yngri

 12:00-15:00 Hoppukastalar

 13:00 Hátíðardagskrá á sviði

  • Hátíðarræða
  • Tónlistaratriði
  • Fjallkona
  • Árleg viðurkenning Rótary
  • Tónlistaratriði
  • Húslestur
  • Afhending Menningarverðlauna Fljótsdalshéraðs
  • Verðlaunaafhending, LEGO samkeppni
  • Verðlaunaafhending,, kassabílaþrautir
  • Tónlistaratriði

 Minjasafn Austurlands býður öllum frítt inn í tilefni dagsins. Sýningin Slifsi.

 Blöðrusala meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í Hettunni frá kl. 10:00-12:00 

Hittumst öll í hátíðarskapi!

Fimleikadeild Hattar og Fljótsdalshérað