Fara í efni

Viðburðir í Múlaþingi

Ýmsir árlegir viðburðir eru haldnir í Múlaþingi.  Hér fyrir neðan er dæmi um nokkra þeirra.

 

Apríl – Þjóðleikur
Leiklistarhátíð ungs fólks unnin á vegum Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og grunnskólanna.

Janúar til febrúar – Þorrablót
Þorrablót haldin víða um Héraðið.

17. júní - Þjóðhátíðardagurinn
Haldinn hátíðlegur í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum með fjölbreyttri dagskrá.

Júní til september - Sumarsýning Sláturhússins
Árleg sýning af fjölbreyttum toga í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum.

Júní - Skógardagurinn mikli
Fjölskylduhátíð í Hallormsstaðaskógi með Íslandsmót í skógarhöggi, grillveislu, ketilkaffi og skemmtidagskrá.

Júlí - Urriðavatnssundið
Skemmtileg sundkeppni í Urriðavatni við Fellabæ. Syntar eru þrjár vegalengdir þ.á.m. Landvættarsundið sem er 2 km.

Júlí - Sumarhátíð UÍA
Fjölbreyttar keppnisgreinar á Vilhjálmsvelli fyrir alla aldurshópa og ýmislegt til gamans gert.

September - Ormsteiti – Héraðshátíð
Alls konar uppákomur fyrir unga sem aldna á bæjarhátíð Héraðsbúa.

Ágúst - Tour de Ormurinn
Hjólreiðakeppni umhverfis Lagarfljótið. Tvær keppnisleiðir; Umhverfis Orminn langa 68 km (boðið uppá einstaklings og liðakeppni) og Hörkutólahringurinn 103 km. Fjölbreytt dagskrá tengd, hjólreiðum, hreyfingu, gleði og gáska og Ormsteiti í fullum gangi.

Síðast uppfært 09. ágúst 2020
Getum við bætt efni þessarar síðu?