Heilsueflandi fréttir

Egilsstaðaskóli og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs í samstarfi

Sú hefð hefur skapast í Egilsstaðaskóla að nemendur 7.bekkjar gera grindverk sem nýtt eru til að skreyta leiðina úr skólanum yfir í íþróttahúsið. Í ár þurfit að endurvinna fyrsta grindverkið og er þema ársins flóra Íslands.
Lesa

Samstarf á milli líkamsræktarstöðva á Fljótsdalshéraði

CrossFit Austur og Fljótsdalshérað hafa nú gert með sér samning um samstarf á milli líkamsræktarstöðvanna CrossFit Austur og Héraðsþreks. Markmið með samningnum, og samstarfinu í heild, er að gefa almenningi á Fljótsdalshéraði kost á að kynna sér starfsemi beggja stöðva og auka samstarf á milli slíkrar starfsemi á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Lýðheilsuganga í Dansgjá

Í dag miðvikudaginn 27. september verður farið í síðustu Lýðheilsugöngu Ferðafélagsins að sinni. Það hefur verið frábær mæting í allar göngurnar og vonast er til að það verði ekki verra að þessu sinni.
Lesa

Þriðja lýðheilsugangan verður á Hrafnafell og í Kvíahelli

Vel hefur verið mætt í lýðheilsugöngurnar tvær sem gengnar hafa verið í sveitarfélaginu í september. Fyrri gangan var gengin í Taglarétt og sú seinni var söguganga um Egilsstaðabæ. Í dag verður svo þriðja og næstsíðasta lýðheilsugangan. Gengið verður á Hrafnafell og farið í Kvíahelli.
Lesa

Fyrsta lýðheilsugangan sló í gegn

Fjölmennt var í fjölskyldugöngu í gær, miðvikudaginn 6. september, sem gengin var á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Var gengið í Taglarétt og mættu í kringum 30 manns í gönguna, sem hlýtur að vera heimsmet miðað við höfðatölu.
Lesa

Plastlaus september

Plastlaus september er átak sem hófst 1. september síðastliðinn og miðar að því að vekja landsmenn til umhugsunar um plastnotkun, þann plastúrgang sem fellur til á heimilum og vinnustöðum og þá ofgnótt plasts sem er í umhverfinu.
Lesa

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands í september

Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum í september, í samstarfi við sveitarfélög og ferðafélög um land allt. Eru göngurnar liður í afmælisdagskrá FÍ, sem fagnar 90 ára afmæli á árinu. Á Fljótsdalshéraði er það Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sem skipuleggur göngurnar.
Lesa

Dansskóli Austurlands í Sláturhúsinu

Alþjóðlega vinnusmiðjan Hnútar, á vegum Dansskóla Austurlands, verður haldinn dagana 14. til 23. september. Alona Perepelystia stendur fyrir smiðjunni sem fer fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Vinnusmiðjan stendur yfir í 8 daga, á kvöldin á virkum dögum og allan daginn um helgar, og lýkur með uppsetningu og sýningu dagana 22. - 23. september.
Lesa

Vetraráætlun strætó tekur gildi

Vetraráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði hefur tekið gildi. Það er eins og áður fyrirtækið Sæti ehf. sem sér um ferðirnar. Áætlunina má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is og á stoppistöðvum.
Lesa

Lífrænt heimilissorp

Eins og margir vita er allt lífrænt heimilissorp sem safnað er á Fljótsdalshéraði nú flutt til Moltu ehf. í Eyjafirði. Þar er unnin molta sem m.a. hefur staðið íbúum á Fljótsdalshéraði til boða af og til í sumar og verður í boði nú í haust. Upp á síðkastið hefur nokkuð borið á því að aðskotahlutir s.s. hnífapör og aðrir smáir málmhlutir, sem skemmt geta vélar Moltu, séu í sorpinu.
Lesa