Nýr ærslabelgur – afmælisgjöf Brúarásskóla

Brúarásskóli fékk skemmtilega afmælisgjöf í tilefni 40 ára afmælis skólans.
Brúarásskóli fékk skemmtilega afmælisgjöf í tilefni 40 ára afmælis skólans.

Í byrjun september 2018 var settur upp nýr ærslabelgur við Brúarásskóla. Tilefnið er 40 ára afmæli skólans. Belgurinn er liður í aukinni heilsueflingu á Ásnum og er tilgangur hans meðal annars að hvetja til útiveru og hreyfingar. 

Foreldrafélag Brúarásskóla og Ungmennafélagið Ásinn styrkti framkvæmdina rausnarlega í tilefni afmælisins og það er óhætt að segja að belgurinn sé frábær viðbót við okkar heilsueflandi samfélag.