Dansskóli Austurlands í Sláturhúsinu

8 daga dansvinnustofa á Egilsstöðum í september
8 daga dansvinnustofa á Egilsstöðum í september

Alþjóðlega vinnusmiðjan Hnútar, á vegum Dansskóla Austurlands, verður haldinn dagana 14. til 23. september. Alona Perepelystia stendur fyrir smiðjunni sem fer fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Vinnusmiðjan stendur yfir í 8 daga, á kvöldin á virkum dögum og allan daginn um helgar, og lýkur með uppsetningu og sýningu dagana 22. - 23. september.

Í gegnum vinnuferlið verður tekist á við mismunandi leiðir til samskipta frá persónu til persónu. Hugmyndirnar sem verða þróaðar verða byggðar á lífsreynslu og athugun hvers einstaklings í vinnusmiðjunni. Meginverkfæri rannsóknarinnar er æfing nútímaframsetningar: dans, leiklist og sviðsframsetning.

Á lokasýningu vinnusmiðjunnar verður afrakstur hinnar 8 daga hóprannsóknar kynntur með hljóði, myndbandi, dans og/eða leiklist.

Aldur þátttakenda: frá 15 til 40 ára
Þátttakandagjald: 6.000 kr.
Nemendur við grunnskóla og ME: 50% afsláttur

Til að skrá sig má senda póst á dansausturland@gmail.com

Nánari upplýsingar á https://www.facebook.com