Brúarásskóli áfram í Skólahreysti

Sigurvegararnir í Austurlandsriðil í Skólahreysti.
Sigurvegararnir í Austurlandsriðil í Skólahreysti.

Brúarásskóli vann Austurlandsriðil í Skólahreysti í ár en fyrir hönd skólans kepptu Arna Skaftadóttir, Hólmar Logi Ragnarsson, Sigríður Tara Jóhannsdóttir og Styrmir Freyr Benediktsson, varamenn voru Arney Ólöf Arnardóttir og Mikael Helgi Ernuson. Þau stóðu sig mjög vel og fengu 40 stig samtals. Arna Skaftadóttir gerði flestar armbeygjur í Austurlandariðli í ár en þær voru 45. 

Lokakeppnin í Skólahreysti verður í Laugardalshöllinni þann 26. apríl.