Heilsueflandi fréttir

Símalaus sunnudagur

Á sunnudaginn, þann 26. nóvember, stendur Barnaheill fyrir áskorun um símalausan sunnudag. Þennan dag er skorað á alla að skilja símann við sig og er áskoruninni ætlað að vekja athygli á áhrifum símanotkunar á samskipti fjölskyldunnar. Verður símum stungið ofan í skúffur klukkan níu á sunnudagsmorgni og hann ekki tekinn upp aftur fyrr en í fyrsta lagi klukkan níu um kvöldið.
Lesa

Heilsueflandi Austurland

Í mars 2017 skrifuðu þrjú sveitarfélög á Austurlandi; Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður, undir samstarfssamning við Embætti landlæknis um að gerast Heilsueflandi samfélög. Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og ákvarðanatöku.
Lesa

Símalausir dagar í Fellaskóla

Dagarnir 31. október til 3. nóvember 2017 eru símalausir dagar í Fellaskóla. Hugmyndin er að kanna kosti og galla símanotkunar í skólastarfinu, svo ákvörðun um fyrirkomulag símamála verði eins markviss og hægt er þegar þar að kemur.
Lesa

Egilsstaðaskóli og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs í samstarfi

Sú hefð hefur skapast í Egilsstaðaskóla að nemendur 7.bekkjar gera grindverk sem nýtt eru til að skreyta leiðina úr skólanum yfir í íþróttahúsið. Í ár þurfit að endurvinna fyrsta grindverkið og er þema ársins flóra Íslands.
Lesa

Samstarf á milli líkamsræktarstöðva á Fljótsdalshéraði

CrossFit Austur og Fljótsdalshérað hafa nú gert með sér samning um samstarf á milli líkamsræktarstöðvanna CrossFit Austur og Héraðsþreks. Markmið með samningnum, og samstarfinu í heild, er að gefa almenningi á Fljótsdalshéraði kost á að kynna sér starfsemi beggja stöðva og auka samstarf á milli slíkrar starfsemi á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Lýðheilsuganga í Dansgjá

Í dag miðvikudaginn 27. september verður farið í síðustu Lýðheilsugöngu Ferðafélagsins að sinni. Það hefur verið frábær mæting í allar göngurnar og vonast er til að það verði ekki verra að þessu sinni.
Lesa

Þriðja lýðheilsugangan verður á Hrafnafell og í Kvíahelli

Vel hefur verið mætt í lýðheilsugöngurnar tvær sem gengnar hafa verið í sveitarfélaginu í september. Fyrri gangan var gengin í Taglarétt og sú seinni var söguganga um Egilsstaðabæ. Í dag verður svo þriðja og næstsíðasta lýðheilsugangan. Gengið verður á Hrafnafell og farið í Kvíahelli.
Lesa

Fyrsta lýðheilsugangan sló í gegn

Fjölmennt var í fjölskyldugöngu í gær, miðvikudaginn 6. september, sem gengin var á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Var gengið í Taglarétt og mættu í kringum 30 manns í gönguna, sem hlýtur að vera heimsmet miðað við höfðatölu.
Lesa

Plastlaus september

Plastlaus september er átak sem hófst 1. september síðastliðinn og miðar að því að vekja landsmenn til umhugsunar um plastnotkun, þann plastúrgang sem fellur til á heimilum og vinnustöðum og þá ofgnótt plasts sem er í umhverfinu.
Lesa

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands í september

Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum í september, í samstarfi við sveitarfélög og ferðafélög um land allt. Eru göngurnar liður í afmælisdagskrá FÍ, sem fagnar 90 ára afmæli á árinu. Á Fljótsdalshéraði er það Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sem skipuleggur göngurnar.
Lesa