Heilsueflandi fréttir

Forvarnadagurinn 2019

Ár hvert er haldinn Forvarnadagurinn að frumkvæði forseta Íslands og er markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnastarfi sem snúa að ungu fólki. Í ár er dagurinn haldinn í 14. sinn í grunnskólum landsins og í níunda sinn í framhaldsskólum.
Lesa

Sumaráætlun strætó tekur gildi

Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði hefur tekið gildi.
Lesa

Hreyfivika fyrir og um helgina

Hreyfivika er komin vel af stað og hefur verið vel mætt í fjölbreytta viðburði þessa fyrstu daga. Í dag, fimmtudag, klukkan 14:00 verður haldið rathlaup fyrir alla fjölskylduna í Selskógi.
Lesa

Sumarfjör 2019 / Letnie zajęcia dla dzieci / Summer activities for children

Upplýsingar um tómstundastarf og ýmis konar námskeið sem haldin verða í sumar fyrir börn og ungmenni eru nú aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins en í ár ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa

Hreyfivika á Fljótsdalshéraði 2019

Í næstu viku, 27. maí – 2. júní, verður haldin árleg Hreyfivika UMFÍ. Hreyfivika hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta- og hreyfingar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl. Hreyfivika, eða Move Week, er haldin um allt land og í ár, líkt og áður, verður gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Kjaftað um kynlíf með Siggu Dögg

Sigga Dögg kynfræðingur verður með fræðslufyrirlestur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði fimmtudaginn 16. maí 2019 klukkan 20. Verður fræðslan haldin í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla.
Lesa

Hjólað í vinnuna 2019 hefst 8. maí

Á vorin getum við treyst á tvennt: lóan kemur til að kveða burt snjóinn og Hjólað í vinnuna vekur upp keppnisandann og -gleðina. Í ár, líkt og áður, stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna. Í ár fer verkefnið fram frá 8. til 28. maí, en hægt er að skrá sig fram á síðasta dag.
Lesa

Skólahreysti í Íþróttamiðstöðinni

Hið árlega Skólahreysti 2019 fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í dag, miðvikudaginn 10. apríl milli kl. 13.00 og 15.00. Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins og í dag eru það grunnskólarnir á Austurlandi sem keppa sín á milli. Sigurliðið tekur síðan þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni í Reykjavík 8. maí.
Lesa

Vel heppnaður gönguskíðadagur

Sunnudaginn 10. febrúar síðastliðinn fór fram vel heppnað gönguskíðanámskeið á vegum ungmennafélagsins Þristar og gönguskíðahópsins Snæhéra. Þristur hafði frumkvæði að því að halda örnámskeið á gönguskíðum í samstarfi við Snæhérana. Námskeiðið var tilvalið fyrir bæði algjöra byrjendur og eins þá sem vildu hressa upp á tæknina.
Lesa

Hjálpumst að í umferðinni

Þegar snjóar líkt og gert hefur síðustu daga er bráðnauðsynlegt að við hjálpumst öll að í umferðinni. Skyggni er gjarnan slæmt, háir skaflar og veggir hafa myndast víða og aðstæður verða þannig að ekki er alltaf hægt að stöðva ökutæki á augabragði eða bregðast hratt við. Eins eru gangstéttar ekki alltaf ruddar um leið og göturnar, sem kallar á aukinn fjölda gangandi vegfaranda á götunum.
Lesa