Virkjum bjargráðin

Á fundinum er fjallað um áföll og viðbrögð í kjölfar þeirra og þau bjargráð er við eigum og hvernig …
Á fundinum er fjallað um áföll og viðbrögð í kjölfar þeirra og þau bjargráð er við eigum og hvernig við hlúum hvert að öðru.

Áfallateymi Austurlands stendur fyrir opnum fundi í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði, miðvikudagskvöldið 21. mars klukkan  20. Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, fjallar um áföll og viðbrögð í kjölfar þeirra og þau bjargráð er við eigum og hvernig við hlúum hvert að öðru.

Áfallateymi Austurlands er skipað fulltrúum frá HSA og Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar ásamt prestum þjóðkirkjunnar í Austurlandsprófastdæmi og nær þjónustusvæðið frá Vopnafirði að Djúpavogi. Hlutverk og tilgangur teymisins er á sviði forvarna og fræðslu, að stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum. Einnig að tryggja og samhæfa eftirfylgd við aðstandendur og vini eftir skyndidauða af völdum slysa eða sjálfsvíga. Sem og stuðning og fræðslu við samfélagið, og miðlun upplýsinga.
Boðið upp á kaffi og umræður í lokin.

Fundurinn er öllum opinn.
Verið velkomin!