Vinna hafin við fjárhagsáætlun næsta árs

Nú er hafin vinna við gerð starfs- og fjárhagsáætlana fyrir árið 2009. Á síðasta fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að rammaáætlun næsta árs, sem aftur verður tekin til umræðu á næsta fundi ráðsins.

Hér á heimasíðu Fljótsdalshéraðs, undir Stjórnsýsla, Fjármál, er nú hægt að finna ársreikning og ársskýrslu ársins 2007, en hvoru tveggja gefur glögga mynd af rekstri og framkvæmdum síðasta árs. Ársskýrslu 2007 má einnig finna hér.