Viðtalstími bæjarfulltrúa í október

Í tilefni lýðræðisvikunnar sem haldin er frá 12. – 18. október, munu bæjarfulltrúar Fljótsdalshéraðs verða með „bæjarstjórnarbekk“ í kaffihorninu í Nettó, föstudaginn 16. október nk. frá kl. 15:30 til 18:30.

Þar taka bæjarfulltrúar á móti erindum og fyrirspurnum íbúa og ræða þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Bæjarfulltrúar skrá niður minnispunkta sem fara fyrir bæjarráð til úrvinnslu.

Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að nýta sér þennan vettvang til að koma erindum sínum og ábendingum á framfæri.