Viðtalstímar bæjarfulltrúa á fimmtudag

Næstu viðtalstímar bæjarfulltrúa Fljótsdalshéraðs verða í fundarsal bæjarstjórnar að Lyngási 12, á Egilsstöðum, fimmtudaginn 13. nóvember 2014 frá klukkan 16.30 til 18.30. Það þessu sinni taka þau Anna Alexandersdóttir og Páll Sigvaldason á móti íbúum.


Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa sína í bæjarstjórn, bera upp erindi, fyrirspurnir og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Bæjarfulltrúar skrá niður minnispunkta sem fara fyrir bæjarráð til úrvinnslu.