Viðræður um sameiningu við Djúpavogshrepp

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í gær var samþykkt að hefja viðræður við Djúpavogshrepp og ríkisvaldið um sameiningu sveitarfélaganna.

En eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur mælst til þess með bréfi til Djúpavogshrepps. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vera fulltrúar sveitarfélagsins í viðræðunum. Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að enn eru óuppgerð mál við ríkisvaldið og Jöfnunarsjóð vegna sameiningar þeirra sveitarfélaga, sem nú mynda Fljótsdalshérað.