Viðhald á fasteignum ríkisins boðið út

Nýr rammasamningur á þjónustu verktaka í iðnaði hefur verið gerður. Hann nær til viðhaldsverkefna á fasteignum ríkisins um allt land. Samningurinn tekur til fjölda iðngreina og á að geta þjónað þörfum ríkisins um viðhald jafnt á fasteignum sem lóðum. Úboðið hefur verið kynnt fyrir mörgum iðn- og meistarfélögum.

Þeir sem áhuga hafa á að bjóða í verkefni er er bent á að hafa samband við Ríkiskaup og geta þar fengið leiðbeiningar um hvernig gera skal tilboðið. Í fréttatilkynningu sem lesa má hér eru nýir aðilar hvattir til að bjóða fram þjónustu sína.

Útboðið er auglýst á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is og þar geta bjóðendur sótt útboðslýsingu og nálgast allar upplýsingar um það. Útboðsfrestur rennur út 29. júní.